Gegnumbrot Blær Hinriksson hjá Aftureldingu brýst í gegnum vörn HK-inga í gærkvöldi. Elías Björgvin Sigurðsson reynir að stöðva hann.
Gegnumbrot Blær Hinriksson hjá Aftureldingu brýst í gegnum vörn HK-inga í gærkvöldi. Elías Björgvin Sigurðsson reynir að stöðva hann. — Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ríkjandi bikarmeistarar Aftureldingar tryggðu sér í gærkvöldi sæti í 16-liða úrslitum bikarkeppni karla í handbolta með 31:29-heimasigri á HK í úrvalsdeildarslag í Mosfellsbæ. Var leikurinn jafn og spennandi nánast allan tímann og var staðan 17:17 í hálfleik

Ríkjandi bikarmeistarar Aftureldingar tryggðu sér í gærkvöldi sæti í 16-liða úrslitum bikarkeppni karla í handbolta með 31:29-heimasigri á HK í úrvalsdeildarslag í Mosfellsbæ.

Var leikurinn jafn og spennandi nánast allan tímann og var staðan 17:17 í hálfleik. Eftir jafnræði framan af í seinni hálfleik náði Afturelding fimm marka forskoti þegar skammt var eftir, 31:26, og tókst HK ekki að jafna eftir það.

Árni Bragi Eyjólfsson var markahæstur hjá Aftureldingu með átta mörk. Úkraínumaðurinn Ihor Kopyshynskyi gerði sex. Vignir Sigurjónsson átti stórleik í marki Aftureldingar og varði 18 skot.

Hjá HK var Sigurður Jefferson Guarino markahæstur með sjö mörk. Hjörtur Ingi Halldórsson bætti við fimm mörkum. Sigurjón Guðmundsson stóð vaktina vel og varði 17 skot í marki Kópavogsliðsins.