Jon Fosse
Jon Fosse
Norski rithöfundurinn Jon Fosse, sem tekur á móti Nóbelsverðlaunum í bókmenntum við hátíðlega athöfn í Stokkhólmi sunnudaginn 10. desember, ætlar ekki að veita nein viðtöl í tengslum við afhendinguna

Norski rithöfundurinn Jon Fosse, sem tekur á móti Nóbelsverðlaunum í bókmenntum við hátíðlega athöfn í Stokkhólmi sunnudaginn 10. desember, ætlar ekki að veita nein viðtöl í tengslum við afhendinguna. Samkvæmt frétt SVT mun hann aðeins taka þátt í þeim nauðsynlegu viðburðum sem verðlaunaafhendingin krefst en hefur afþakkað þátttöku í blaðamannafundi tengdum verðlaunaafhendingunni.

„Ég hef enga ánægju af fjölmennum samkomum,“ segir Jon Fosse í samtali við norska fjölmiðilinn VG. Samkvæmt heimildum SVT mun Fosse þó, líkt og fyrri verðlaunahafar, taka þátt í árlegum fundi með nemendum á Rinkeby-bókasafninu í Svíþjóð. „Á bókasafninu mun hann hitta börn og ungmenni sem eru að vinna með verk hans,“ segir viðburðarstjórinn Anneli Drewsen í samtali við SVT.