— AFP/Olga Maltseva
Dómstóll í Sankti Pétursborg hefur dæmt hina 33 ára gömlu Aleksöndru Skochilenkó til sjö ára fangelsisvistar. Var hún handtekin í lok mars 2022 eftir mótmæli í matvöruverslun, en hún hafði þá skipt út verðmiðum fyrir miða sem höfðu að geyma…

Dómstóll í Sankti Pétursborg hefur dæmt hina 33 ára gömlu Aleksöndru Skochilenkó til sjö ára fangelsisvistar. Var hún handtekin í lok mars 2022 eftir mótmæli í matvöruverslun, en hún hafði þá skipt út verðmiðum fyrir miða sem höfðu að geyma upplýsingar um ólögmætt landvinningastríð Kremlverja í Úkraínu.

Saksóknari segir Aleksöndru hins vegar seka um upplýsingaóreiðu og dreifingu á lygum í tengslum við stríðið. Frá upphafi Úkraínustríðsins hafa stjórnvöld í Rússlandi lagt mikla áherslu á að leysa upp öll mótmæli og hóta mótmælendum ósjaldan fangelsisvist.

Auk fangelsisvistar er Aleksöndru bannað að nota netið næstu þrjú árin.