Hvítur á leik
Hvítur á leik
Staðan kom upp á atskákmóti sem fór fram á skákþjóninum chess.com í september síðastliðnum. Ofurstórmeistarinn Shakhriyar Mamedyarov hafði hvítt gegn kollega sínum Alexey Sarana

Staðan kom upp á atskákmóti sem fór fram á skákþjóninum chess.com í september síðastliðnum. Ofurstórmeistarinn Shakhriyar Mamedyarov hafði hvítt gegn kollega sínum Alexey Sarana. 29. g7! Kxg7 30. Dg2+ Kh7 31. Hg1! og svartur gafst upp. Í dag verður 6. umferð Evrópumeistaramóts landsliða tefld í Budva í Svartfjallalandi. Ísland hefur lið í opnum flokki og í kvennaflokki. Áðurnefndur Mamedyarov teflir fyrir lið Asera í opna flokknum en Sarana teflir fyrir Serba. Sá síðarnefndi tefldi áður undir fána Rússlands en eins og svo margir aðrir sterkir stórmeistarar, eftir innrás Rússa í Úkraínu, teflir Sarana núna undir fána annars ríkis. Allar nánari upplýsingar um gang mála á EM landsliða má finna á skak.is. Þar má einnig sjá hvað sé á döfinni í íslensku skáklífi, t.d. heldur Skákdeild KR mót í fyrramálið.