Hjúkrunarrými Fjöldi á biðlista er meiri þetta árið en undanfarin ár.
Hjúkrunarrými Fjöldi á biðlista er meiri þetta árið en undanfarin ár. — Morgunblaðið/Árni Sæberg
Meðalfjöldi fólks á biðlista eftir hjúkrunarrými á yfirstandandi ársfjórðungi hefur aukist til lengri tíma litið og var meiri á þessum ársfjórðungi en yfir þau ár er heimsfaraldurinn reið yfir. Þetta kemur fram í nýju mælaborði frá Embætti landlæknis, sem gefið er út hvern ársfjórðung

Meðalfjöldi fólks á biðlista eftir hjúkrunarrými á yfirstandandi ársfjórðungi hefur aukist til lengri tíma litið og var meiri á þessum ársfjórðungi en yfir þau ár er heimsfaraldurinn reið yfir. Þetta kemur fram í nýju mælaborði frá Embætti landlæknis, sem gefið er út hvern ársfjórðung. Meðalfjöldi fólks á biðlista eftir hjúkrunarrými á þriðja fjórðungi ársins, eða 482, er sambærilegur þeim fjölda sem beið á öðrum ársfjórðungi, 484. Á fyrsta fjórðungi þessa árs voru töluvert færri eða 430 á biðlista.

Hámarksfjöldi þeirra sem voru að jafnaði á biðlista á meðan heimsfaraldur reið yfir var á fjórða fjórðungi ársins 2020, en þá voru 438 á biðlista. Á fyrstu níu mánuðum ársins 2023 fluttu 703 einstaklingar í hjúkrunarrými, en á sama tímabili á seinasta ári fluttu 776 í hjúkrunarrými. Fleiri konur en karlar biðu á þessum ársfjórðungi, sem er í takt við þróun seinustu ára. Hlutfallslega biðu flestir á Vesturlandi og fæstir á Austurlandi.