Ferskur Hermann talar enga tæpitungu.
Ferskur Hermann talar enga tæpitungu. — Skjáskot
Ég hef alla tíð haft ofboðslega gaman af ferskum mönnum og ekki spillir fyrir ef þeir eru sperrtir líka. Einn slíkur skaut upp kollinum í kvöldfréttum RÚV í vikunni, Hermann Ólafsson í Dráttarvéla- og fornbílasafni Hermanns Ólafssonar í Grindavík

Orri Páll Ormarsson

Ég hef alla tíð haft ofboðslega gaman af ferskum mönnum og ekki spillir fyrir ef þeir eru sperrtir líka. Einn slíkur skaut upp kollinum í kvöldfréttum RÚV í vikunni, Hermann Ólafsson í Dráttarvéla- og fornbílasafni Hermanns Ólafssonar í Grindavík. Hann var að vísu hvorki um borð í fornbíl né dráttarvél þegar fréttamaður náði tali af honum, heldur í nýlegum jeppa, en það skipti svo sem ekki nokkru máli. Greinilega toppmaður, Hermann.

Hermann er sláandi líkur Gísla heitnum Rúnari leikara og talaði af sama eldmóði og hann gerði gjarnan. Hermann og menn hans voru mættir til að bjarga téðum fornminjum og Hermann var ósáttur við að fá ekki vinnufrið við verkið. „Til hvers er verið að stoppa og stoppa og takmarka inn í bæinn. Ég er að fara í kör hérna með bílana mína og það er enginn hér og við erum látnir bíða og bíða af því að það séu of margir í bænum. Ég bara botna ekkert í þessu!“ sagði hann með þungri áherslu.

Í sömu frétt var líka rætt við skjalavörð sem líktist miklu frekar sjómanni eða kraftlyftingamanni, alltaf gaman þegar útlit manna rímar illa við starf þeirra, og drónasérfræðing sem ég hélt raunar að væri téður skjalavörður kominn í gult vesti. Í öllu falli voru þeir sláandi líkir.

Höf.: Orri Páll Ormarsson