Guðrún Hafsteinsdóttir
Guðrún Hafsteinsdóttir
Fyrsta flugvélin sem flytur fólk frá Venesúela heim til sín aftur fór héðan í vikunni. Í vélinni voru 180 Venesúelabúar sem höfðu óskað eftir alþjóðlegri vernd hér á landi en fengið höfnun. Engar forsendur voru fyrir þeirri vernd og með ólíkindum hve lengi þetta hefur dregist og hve margir frá Venesúela hafa komið hingað og óskað eftir að fá að vera.

Fyrsta flugvélin sem flytur fólk frá Venesúela heim til sín aftur fór héðan í vikunni. Í vélinni voru 180 Venesúelabúar sem höfðu óskað eftir alþjóðlegri vernd hér á landi en fengið höfnun. Engar forsendur voru fyrir þeirri vernd og með ólíkindum hve lengi þetta hefur dregist og hve margir frá Venesúela hafa komið hingað og óskað eftir að fá að vera.

Ekkert beint flug er til Íslands frá Venesúela og þegar af þeirri ástæðu hefði átt að vera fljótgert að afgreiða umsóknirnar og senda fólkið til baka. En hér tók stofnun ríkisins ákvörðun sem varð til þess að hingað leitaði mikill fjöldi frá Venesúela, meiri fjöldi en í nokkurt annað land fyrir utan Spán, og er þá ekki miðað við höfðatölu Íslands eins og gjarnan er gert.

En í lok september breyttist viðhorfið þegar höfnunin kom fram og þá upplýsti ráðherra að um 1.500 manns frá Venesúela þyrftu að yfirgefa landið af þeim sökum. Hún taldi þetta verða á meðal umfangsmestu fólksflutninga síðari tíma á Íslandi.

Það kann að vera rétt en þó er það svo að fólksflutningar frá Venesúela og hingað hafa verið enn meiri, því að þetta er ekki allur sá fjöldi sem hingað hefur komið og enn er óljóst hvað verður um aðra.

En fyrsta skrefið er stigið, rúmlega tíundi hver farinn af þeim fjölda sem ráðherra nefndi fyrir sex vikum eða svo. Vonandi ganga næstu skref hraðar fyrir sig.