Fiðluleikari Hulda Jónsdóttir.
Fiðluleikari Hulda Jónsdóttir.
Hulda Jónsdóttir fiðluleikari og Mathias Halvorsen píanóleikari flytja verk eftir Grazynu Bacewicz, Franz Schubert og Dmítríj Shostakovitsj á tónleikum í Norðurljósum Hörpu á morgun kl. 16. Tónleikarnir eru hluti af tónleikaröðinni Sígildir sunnudagar

Hulda Jónsdóttir fiðluleikari og Mathias Halvorsen píanóleikari flytja verk eftir Grazynu Bacewicz, Franz Schubert og Dmítríj Shostakovitsj á tónleikum í Norðurljósum Hörpu á morgun kl. 16. Tónleikarnir eru hluti af tónleikaröðinni Sígildir sunnudagar. „Partítan er í nýklassískum stíl og heyra má greinilega tengingu við form barokktónlistar,“ segir um verk Bacewicz í kynningu. „Franz Schubert samdi fjórðu og síðustu fiðlusónötuna árið 1817. Er hún bæði lengri og flóknari tónsmíð en hinar þrjár sem samdar voru árið áður og hefur hún þess vegna hlotið gælunafnið Grand Duo.“ Sónata Shostakovitsj er listilega vel skrifuð fyrir bæði hljóðfæri og leikur tónskáldið sér að hinum ýmsu mismunandi stílbrögðum“. Miðar fást á harpa.is.