Klaus Kinski
Klaus Kinski
Næsti viðburður Bíóteksins – kvikmyndasýningar Kvikmyndasafns Íslands í samvinnu við Bíó Paradís og Kvikmyndamiðstöð – verður haldinn á morgun, sunnudaginn 19. nóvember. Sýndar verða þrjár ólíkar en klassískar kvikmyndir. Ísland á filmu: Vigfús…

Næsti viðburður Bíóteksins – kvikmyndasýningar Kvikmyndasafns Íslands í samvinnu við Bíó Paradís og Kvikmyndamiðstöð – verður haldinn á morgun, sunnudaginn 19. nóvember. Sýndar verða þrjár ólíkar en klassískar kvikmyndir. Ísland á filmu: Vigfús Sigurgeirsson (1936-1975). Þar hefur Kvikmyndasafnið sett saman fjölmörg kvikmyndabrot úr safni ­Vigfúsar sem sýna fólk og staði yfir langt tímabil síðustu aldar. Gunnar Tómas Kristófersson, sérfræðingur á Kvikmyndasafni Íslands, leiðir sýninguna. Rakkauden risti (1946), finnsk kvikmynd um konu í skugga feðraveldis. Aguirre, the Wrath of God (1972), verðlaunamynd úr smiðju Werners Herzog um geðveiki og valdhroka í framandi landi. Með aðalhlutverk fer Klaus Kinski. Fyrsta sýning hefst kl. 15 en frekari upplýsingar um sýningartíma má nálgast á bioparadis.is.