Tónlistarmennirnir Herra Hnetusmjör, Árni Páll Árnason, og Kristmundur Axel Kristmundsson voru gestir í Ísland vaknar. Þeir gáfu út lagið Sólin fyrr í vetur. Þetta er í fyrsta skipti sem þeir félagar vinna saman en hafa þó vitað hvor af öðrum lengi

Tónlistarmennirnir Herra Hnetusmjör, Árni Páll Árnason, og Kristmundur Axel Kristmundsson voru gestir í Ísland vaknar. Þeir gáfu út lagið Sólin fyrr í vetur. Þetta er í fyrsta skipti sem þeir félagar vinna saman en hafa þó vitað hvor af öðrum lengi. „Ég hef auðvitað vitað hver Kristmundur er síðan árið 2010,“ segir Árni og Kristmundur tekur í sama streng. „Árni breytti leiknum þegar hann byrjaði og stækkaði rappheiminn á Íslandi rosalega. Menn fóru að fá borgað eftir að hann byrjaði,“ sagði Kristmundur hlæjandi. Lagið segja þeir koma á óvart og vera eins og heilsársdekk, það virki alltaf. Samstarfið gekk vel og finnst þeim líklegt að þeir haldi áfram að vinna saman. Lagið er blanda af popp- og rapptónlist, hlýlegt og „virkar vel á mann“ að þeirra sögn. Lestu meira á K100.is.