Frakkland Stilla úr La nuit du 12 eftir franska leikstjórann Dominik Moll
Frakkland Stilla úr La nuit du 12 eftir franska leikstjórann Dominik Moll
Bíó Paradís í samstarfi við sendinefnd Evrópusambandsins á Íslandi, Evrópsku Kvikmyndaverðlaunin og Europa Cinemas stendur nú fyrir fjölbreyttri dagskrá í Evrópskum kvikmyndamánuði sem stendur til 9

Bíó Paradís í samstarfi við sendinefnd Evrópusambandsins á Íslandi, Evrópsku Kvikmyndaverðlaunin og Europa Cinemas stendur nú fyrir fjölbreyttri dagskrá í Evrópskum kvikmyndamánuði sem stendur til 9. desember.

Næstu sýningar á hátíðinni:

19. nóvember – My Love Affair with Marriage

23. nóvember – Smoke Sauna Sisterhood (frumsýning).

25. nóvember – La nuit du 12 (frumsýning). Kvikmynd ársins í Frakklandi sýnd í samstarfi við Kvenréttindafélag Íslands. Sýningin fer fram á alþjóðlegum baráttudegi gegn ofbeldi gagnvart konum. Pallborðsumræður verða eftir sýningu myndarinnar með sérfræðingum í málaflokknum.

26. nóvember – Miss Viborg

2. desember – Never Gonna Snow Again

6. desember – Pólíjól (frumsýning). Evrópsk jólamynd Bíós Paradísar í ár. Gestafyrirlesari verður á staðnum sem mun fjalla um fjölkær sambönd að sýningu lokinni.