Töfrar Snjókorn og englar dansa fallega í töfraheimi verksins.
Töfrar Snjókorn og englar dansa fallega í töfraheimi verksins.
Hnotubrjóturinn verður sýndur á Stóra sviði Borgarleikhússins á morgun, sunnudag, kl. 12 og 14.30. Um er að ræða jólasýningu Dansgarðsins, Klassíska listdansskólans og Óskanda, þar sem nútímalistdansi og klassískum ballett er blandað saman

Hnotubrjóturinn verður sýndur á Stóra sviði Borgarleikhússins á morgun, sunnudag, kl. 12 og 14.30. Um er að ræða jólasýningu Dansgarðsins, Klassíska listdansskólans og Óskanda, þar sem nútímalistdansi og klassískum ballett er blandað saman.

Í útfærslu Dansgarðsins er Hnotubrjóturinn „skemmtilegt ævintýri, fullt af töfrum. Sagan hefst í jólaboði þar sem Drosselmeyer frændi, göldróttur úra- og leikfangasmiður, kemur í heimsókn. Hann gefur guðdóttur sinni, Klöru, hnotubrjót sem er í álögum en lifnar við eftir að Klara sigrar músakónginn í bardaga. Klara og prinsinn fara inn í töfraheim þar sem snjókorn og englar dansa. Næst fara þau í konungsríki úr sykri, þar sem sykurplómu-konungsfólkið tekur á móti þeim og mikil veisla er haldin í tilefni af komu þeirra,“ segir í viðburðarkynningu. Þar kemur fram að dansverkið er unnið eftir sögu
E.T. A. Hoffmann, en upprunalegir danshöfundar voru Marius Petipa og Lev Ivanov. Tónlistin er eftir tónskáldið Pjotr Tsjajkovskíj.