Andri Freyr, öðru nafni Framfari, hefur sent frá sér nýja plötu sem mun róa taugarnar.
Andri Freyr, öðru nafni Framfari, hefur sent frá sér nýja plötu sem mun róa taugarnar.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Á plötunni Góða nótt má finna tíu hugljúf lög, samin af Andra, en hann spilar sjálfur bæði á píanó og kontrabassa, en einnig má heyra þar fiðluleik Bjarkar Óskarsdóttur. Lögin eru samin á síðustu þremur árum en það voru vinir Andra sem ráku á eftir því að hann gæfi út plötu

Á plötunni Góða nótt má finna tíu hugljúf lög, samin af Andra, en hann spilar sjálfur bæði á píanó og kontrabassa, en einnig má heyra þar fiðluleik Bjarkar Óskarsdóttur. Lögin eru samin á síðustu þremur árum en það voru vinir Andra sem ráku á eftir því að hann gæfi út plötu.

„Upphaflega bjó ég til lagalista fyrir sjálfan mig til að sofna við. Þá sá ég að ég átti þarna tíu lög sem féllu undir þetta konsept og sem væri tilvalið að setja saman á plötu. Í sumar voru það vinir mínir sem bentu mér á að ég lægi eins og ormur á gulli og ég ákvað þá að gefa hana út.“

Góð fyrir Grindvíkinga

„Hugmyndin var að búa til svæfandi tónlist sem er líka góð við streitu. Ég held að tímasetningin gæti ekki verið betri en ég hef fengið skilaboð frá nokkrum Grindvíkingum sem hafa þakkað fyrir og sagt tónlistina vera þvílíka gjöf nú á óvissutímum. Þetta er ljúfsár plata; bæði tregafull og björt um leið,“ segir Andri og mælir með að fólk hlusti á plötuna til að geta slakað á eða jafnvel til að sofna við. Góða nótt má finna á öllum helstu streymisveitum, en einnig fæst hún á vínyl í fjórum plötubúðum í Reykjavík.

„Ég gerði reyndar bara fjörutíu eintök og veit að það eru bara nokkur eftir.“