Ai Weiwei
Ai Weiwei
Kínverski listamaðurinn Ai Weiwei greinir frá því að sýning hans í Lisson Gallery í London sem átti að opna á miðvikudaginn síðasta hafi verið blásin af í kjölfar þess að hann birti færslu á samfélagsmiðlum þar sem hann vísaði til átakanna fyrir botni Miðjarðarhafs

Kínverski listamaðurinn Ai Weiwei greinir frá því að sýning hans í Lisson Gallery í London sem átti að opna á miðvikudaginn síðasta hafi verið blásin af í kjölfar þess að hann birti færslu á samfélagsmiðlum þar sem hann vísaði til átakanna fyrir botni Miðjarðarhafs. Þá hafi fyrirhuguðum sýningum í New York, Berlín og París einnig verið aflýst. BBC greinir frá. Listamaður­inn hefur um langa hríð verið ötull stuðningsmaður Palestínu og segist ætla að halda þeim stuðningi áfram. Ennfremur er haft eftir honum að gyðingar í Bandaríkjunum séu gríðarlega áhrifamiklir á sviði fjármála, fjölmiðlunar og menningar og að hernaðar­stuðningur Bandaríkjanna við Ísrael þýddi að löndin tvö deildu sömu örlögum. Forsvarsmenn gallerísins sögðu í yfirlýsingu að galleríið væri enginn vettvangur fyrir umræðu sem hægt væri að túlka sem rasíska.