Geddy gamli Lee er kominn í sjónvarpið.
Geddy gamli Lee er kominn í sjónvarpið. — AFP/Andrew Chin
Bassi Geddy Lee, bassaleikari og söngvari proggrokkbandsins Rush, vinnur um þessar mundir að forvitnilegum heimildarmyndaflokki fyrir Paramount+, Geddy Lee spyr: Eru bassaleikarar líka mennskir? Þar heimsækir hann Robert Trujillo úr Metallica, Krist …

Bassi Geddy Lee, bassaleikari og söngvari proggrokkbandsins Rush, vinnur um þessar mundir að forvitnilegum heimildarmyndaflokki fyrir Paramount+, Geddy Lee spyr: Eru bassaleikarar líka mennskir? Þar heimsækir hann Robert Trujillo úr Metallica, Krist Novoselic sem var í Nirvana, Melissu Auf der Maur sem var í Hole og Smashing Pumpkins og Les Claypool úr Primus og kallar vonandi fram svar við þessari áleitnu spurningu. Auk þess að ræða að vonum heilmikið um tónlist skoðar Lee líf bassaleikaranna fjögurra í víðara samhengi.