13 Daníel Leó Grétarsson, til hægri, kemur inn í hópinn en hann á að baki 13 A-landsleiki og er samningsbundinn SönderjyskE í dönsku B-deildinni.
13 Daníel Leó Grétarsson, til hægri, kemur inn í hópinn en hann á að baki 13 A-landsleiki og er samningsbundinn SönderjyskE í dönsku B-deildinni. — Morgunblaðið/Eggert
Hákon Arnar Haraldsson hefur dregið sig úr leikmannahópi íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu vegna meiðsla en liðið mætir Portúgal í J-riðli undankeppni EM 2024 á José Alvalade-vellinum í Lissabon á morgun

Hákon Arnar Haraldsson hefur dregið sig úr leikmannahópi íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu vegna meiðsla en liðið mætir Portúgal í J-riðli undankeppni EM 2024 á José Alvalade-vellinum í Lissabon á morgun.

Hákon Arnar, sem er tvítugur, á að baki 15 A-landsleiki þar sem hann hefur skorað þrjú mörk en hann hefur verið einn besti leikmaður liðsins í undankeppninni til þessa. Þeir Andri Fannar Baldursson og Daníel Leó Grétarsson hafa verið kallaðir inn í hópinn. Andri Fannar, sem er 21 árs, á að baki 9 A-landsleiki, en hann er samningsbundinn Bologna á Ítalíu en lék með Elfsborg á láni í sænsku úrvalsdeildinni seinni hluta tímabilsins. Daníel Leó, sem er 28 ára gamall, er samningsbundinn SönderjyskE í dönsku B-deildinni en alls á hann að baki 13 A-landsleiki.

Hvorugt lið hefur að miklu að keppa í leiknum en Portúgal hefur tryggt sér keppnisrétt í lokakeppni Evrópumótsins sem fram fer næsta sumar og Ísland á ekki möguleika á því að enda í efstu tveimur sætum riðilsins.