Jón Kaldal ljósmyndari var afburðamaður í íþróttum á yngri árum.
Jón Kaldal ljósmyndari var afburðamaður í íþróttum á yngri árum. — Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
Jóni Kaldal ljósmyndara var vel tekið þegar hann sneri aftur til Kaupmannahafnar til að kynna sér nýjungar í grein sinni árið 1933. „Ljósmyndasmíði stundaði hann …

Jóni Kaldal ljósmyndara var vel tekið þegar hann sneri aftur til Kaupmannahafnar til að kynna sér nýjungar í grein sinni árið 1933. „Ljósmyndasmíði stundaði hann þar um mörg ár, en um leið gerðist hann íþróttaiðkandi og komst í tölu helstu íþróttamanna í Danmörku, vann marga sigra fyrir fjelag sitt, og var t.d. um skeið Danmerkurmeistari í 5 og 10 km. hlaupi. Þá var hlaupastíll hans notaður við íþróttakenslu víða um Norðurlönd,“ sagði í frétt Morgunblaðsins.

Dagens Nyheder birti langt samtal við Kaldal um íslenskt íþróttalíf. Þar kom meðal annars fram að tilfinnanleg vöntun væri hér á góðum þjálfkennurum við útiíþróttir og kennslubók á íslensku í íþróttum. „Þá sje og mjög bagalegt, hve íþróttavellinum hjer er ábótavant, en hjer sjeu mörg góð íþróttamannaefni, sem af ofantöldum ástæðum ekki fá notið sín.“

Kaldal hugðist nota tækifærið til þess að kynna sér ýmislegt íþróttamálum viðvíkjandi, svo sem reglur um fimleikakeppni og læknisskoðun íþróttamanna.