Emma Corrin leikur Darby.
Emma Corrin leikur Darby. — AFP/Tommaso Boddi
Ísland „Hvernig stendur á því, að hvert sem þú ferð þá eltir dauðinn?“ spyr auðkýfingurinn Andy (Clive Owen) hakkarann og frístundaspæjarann Darby (Emma Corrin) í nýjum spennuþáttum, Morð á hjara veraldar eða A Murder at the End of the World

Ísland „Hvernig stendur á því, að hvert sem þú ferð þá eltir dauðinn?“ spyr auðkýfingurinn Andy (Clive Owen) hakkarann og frístundaspæjarann Darby (Emma Corrin) í nýjum spennuþáttum, Morð á hjara veraldar eða A Murder at the End of the World. Svo sem nafnið gefur til kynna gerist sagan á Íslandi en Andy þessi býður Darby, Jessicu Fletcher okkar tíma, og fleiri gestum hingað á afskekktan stað um hávetur. Og líkin hlaðast upp. Darby lítur einnig um öxl, til eyðimerkurinnar heima í Bandaríkjunum, þar sem fyrrverandi unnusti hennar, Bill (Harris Dickinson) kemur við sögu. Sýningar á Murder at the End of the World hófust á efnisveitunni Hulu í vikunni.