Bankarnir fá hærra lánshæfismat.
Bankarnir fá hærra lánshæfismat.
Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings hefur hækkað lánshæfismat íslensku viðskiptabanknna; Landsbankans, Íslandsbanka og Arion banka. Í tilfellum Landsbankans og Íslandsbanka hefur S&P staðfest BBB/A-2 mat bankanna og fært horfur úr stöðugum í jákvæðar

Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings hefur hækkað lánshæfismat íslensku viðskiptabanknna; Landsbankans, Íslandsbanka og Arion banka. Í tilfellum Landsbankans og Íslandsbanka hefur S&P staðfest BBB/A-2 mat bankanna og fært horfur úr stöðugum í jákvæðar. Arion banki heldur sama mati, BBB/A-2, en S&P breytir horfum úr neikvæðum í stöðugar. S&P hafði fært niður horfur lánshæfismats Arion í maí síðastliðnum. S&P hækkaði lánshæfismat Íslands í A+ úr A í lok síðustu viku og kemur uppfært mat á lánshæfismati bankanna til í kjölfar þess.