Kennarinn: „Hver er munurinn á sólinni og vasaljósi?“ Páll: „Sólin þarf ekki rafhlöður.“ Kennarinn spyr Evu ringlaður: „Af hverju rakstu út úr þér tunguna framan í hundinn minn í gær?“ Eva svarar: „Hundurinn þinn byrjaði!“ Kennarinn: „Ég sagði þér…

Kennarinn: „Hver er munurinn á sólinni og vasaljósi?“ Páll: „Sólin þarf ekki rafhlöður.“

Kennarinn spyr Evu ringlaður: „Af hverju rakstu út úr þér tunguna framan í hundinn minn í gær?“ Eva svarar: „Hundurinn þinn byrjaði!“

Kennarinn: „Ég sagði þér að gera þetta ekki, Siggi! Verð ég að stafa allt fyrir ykkur?“ Siggi: „Nei, það er óþarfi, ég kann það, A-L-L-T!“

Kennarinn: „Ég taldi heil sex morð í sögunni sem þú skrifaðir heima!“ „Já, ég vildi að þetta væri lífshættuleg saga!“

Kennari: „Það er: ég öskra, þú öskrar, við öskrum, þið öskrið, þeir öskra. Stefán, endurtaktu!“ „Allir öskra!“

„Það er alltaf hægt að stóla á þig Kristján!“ segir kennarinn. „Þú gerir alltaf sömu vitleysurnar!“

Afi spyr Nönnu litlu: „Jæja, hvernig gengur í skólanum? Kanntu stafrófið?“ „Já, afi! Alveg upp í 100!“

Kennarinn spyr: „Hvaðan kemur döggin eiginlega?“ „Ég held að jörðin snúist svo hratt að hún fer að svitna!“