Sóley og Kristján hvetja krakka til að taka þátt í að gera nýtt, alþjóðlegt myndband við FAST hetju-lagið! Hægt er að senda inn myndbönd á vefsíðunni <strong>fastheroes.com</strong>
Sóley og Kristján hvetja krakka til að taka þátt í að gera nýtt, alþjóðlegt myndband við FAST hetju-lagið! Hægt er að senda inn myndbönd á vefsíðunni fastheroes.com
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
FAST 112 hetjurnar eru ofurhetjur sem kenna börnum að berjast við hinn illa Tappa sem veldur heilaslagi. Þegar hinn illi Tappi gerir árás á ofurhetjurnar okkar missa þær ofurkraftinn sinn – og það er merki um heilaslag! Þá vita ungu hetjurnar okkar…

Tómas tímanlegi er barnabarn ofurhetjanna!
Þegar hann sér að hinn illi Tappi hefur gert árás þá
hringir hann STRAX í 112!

Kata kennari er nýjasti meðlimur FAST hetjanna. Hún er snillingur í að kenna öðrum hver einkenni heilaslags eru og miðlar þekkingu sinni til vina, foreldra, ömmu, afa og annarra fjölskyldumeðlima. Hún á líka hundinn Hnapp sem hún kennir ýmsar kúnstir!

Friðrik fyndna fés er með skrítinn ofurkraft: Ofurgrettukraft! Þegar andlit hans lamast öðrum megin hefur hinn illi Tappi gert árás.

Soffía söngkona er með ofursterka rödd! Hún getur sprengt rúður og gler með röddinni sinni! Þegar hún getur ekki tjáð sig og talað hefur hinn illi Tappi gert árás.

Arnór armur er með ofursterkar hendur! Þegar hinn illi Tappi gerir árás missir Arnór kraftinn í öðrum handleggnum.

Krakkar
geta verið
ofurhetjur!

Sóley Hulda Nielsen Viðarsdóttir, 9 ára, og Kristján Nielsen Viðarsson, 7 ára, eru systkini sem ganga í
Langholtsskóla. Þau eru líka FAST hetjur!

Hvernig kynntust þið FAST 112 hetjunum?

Kristján: Kennarinn minn kenndi okkur um FAST hetjurnar þegar ég var í Brákarborg.

Sóley: Ég lærði um FAST hetjurnar heima hjá mér og hef horft á teiknimyndirnar á heimasíðunni, þær eru mjög skemmtilegar.

Hvað kenna FAST hetjurnar okkur?

Sóley: Um einkenni heilaslags sem sumir kalla heilablóðfall. Þær kenna krökkum líka að hringja í 112 ef eitthvað kemur upp á, eins og ef foreldrar lenda kannski í slysi. Ef einhver lamast öðrum megin í andlitinu, ef önnur höndin verður máttlaus eða ef fólk getur allt í einu ekki talað þá nær maður í síma og hringir í 112 eins hratt og maður getur, eins og Tómas tímanlegi.

Kristján: Það skiptir miklu máli að hringja strax í 112 ef maður sér einkennin.

Af hverju skiptir máli að krakkar viti um svona?

Sóley: Út af því að það skiptir máli að vita hvað maður á að gera ef eitthvað kemur upp á.

Hver er uppáhalds FAST 112 hetjan þín?

Sóley: Mér finnst krakkarnir skemmtilegastir: Kata kennari og Tómas tímanlegi.

Kristján: Arnór armur af því að hann er svo sterkur.

Nú læra flestir krakkar um FAST hetjurnar í skólanum sínum, eru þær kenndar í skólanum ykkar?

Sóley: Nei, en ég er búin að segja flestum krökkunum í bekknum mínum frá. Það væri gaman ef þær væru kenndar í skólanum.

Kristján: Þær voru kenndar á leikskólanum mínum en ekki í skólanum.

Krakkarnir hvetja kennara og foreldra til að segja börnum frá FAST 112 hetjunum.