Kynlíf Kynlífsráðgjöf er í Sex Education.
Kynlíf Kynlífsráðgjöf er í Sex Education.
Bresku þættirnir Sex Education á Net­flix hafa sannarlega skemmt mér undanfarið. Meðal annars hafa þeir stytt mér stundirnar á tveimur fjögurra tíma flugferðum. Þættirnir hófu göngu sína árið 2019 en ég var sein að taka við mér, enda hélt ég lengi vel að þetta væru þættir fyrir unglinga

Ásdís Ásgeirsdóttir

Bresku þættirnir Sex Education á Net­flix hafa sannarlega skemmt mér undanfarið. Meðal annars hafa þeir stytt mér stundirnar á tveimur fjögurra tíma flugferðum. Þættirnir hófu göngu sína árið 2019 en ég var sein að taka við mér, enda hélt ég lengi vel að þetta væru þættir fyrir unglinga. En þótt þeir fjalli um unglinga og leyndardóma kynlífs geta fullorðnir haft gaman af. Jafnvel var það svo að ég frussaði kaffi mínu nánast yfir næsta mann, í flugvélinni sko, þegar ég sprakk úr hlátri yfir uppátækjum aðalpersónunnar, Otis Milburns. Otis þessi er óreyndur með öllu á kynlífssviðinu en flækist inn í það „starf“ að verða kynlífsráðgjafi í skóla sínum. Hann á ef til vill ekki langt að sækja þá hæfileika, en móðir hans Jean, leikin snilldarlega af Gillian Anderson, starfar einmitt sem slíkur sérfræðingur.

Í þáttunum er ekkert heilagt hvað varðar kynlíf unglinga og umfjöllunarefnið margbreytilegt. Þættirnir eru snilldarlega skrifaðir og frábærar týpur sem leika krakkana sem og þá fullorðnu. Kannski er sumt ýkt og annað klisjur, en það skiptir engu máli; útkoman er góð. Undirrituð er enn á annarri seríu en seríurnar eru fjórar þannig að ég á mörg góð sjónvarpskvöld fram undan. Og áreiðanlega nokkur hlátursköst!