Handahlaup Valgerður vann með marga ólíka miðla í sínum verkum.
Handahlaup Valgerður vann með marga ólíka miðla í sínum verkum.
Sýning tileinkuð minningu Valgerðar Guðlaugsdóttur myndlistarkonu verður opnuð í Listasafni Reykjanesbæjar í dag kl. 14. Valgerður Guðlaugsdóttir (1970-2021) skildi eftir sig yfirgripsmikið höfundarverk mótað af sterku myndmáli og áleitinni samfélagsgagnrýni

Sýning tileinkuð minningu Valgerðar Guðlaugsdóttur myndlistarkonu verður opnuð í Listasafni Reykjanesbæjar í dag kl. 14.

Valgerður Guðlaugsdóttir (1970-2021) skildi eftir sig yfirgripsmikið höfundarverk mótað af sterku myndmáli og áleitinni samfélagsgagnrýni. Á um 25 ára löngum ferli varpaði hún fram mikilvægum spurningum um birtingarmyndir kvenna og kannaði áhrif þeirra, bæði á eigin sjálfsmynd og sameiginlegan reynsluheim kvenna. Myndverk Valgerðar snertu á viðfangsefnum samtíma hennar, jafnt á hversdagsleikanum, dægurmenningu og klámi, og birtust meðal annars í myndaseríum og stórum skúlptúrum og fleiri miðlum, að því er segir í fréttatilkynningu.

Sýningin stendur til 11. febrúar.