Eftirsóttur Arnar Gunnlaugsson hefur náð sérlega góðum árangri.
Eftirsóttur Arnar Gunnlaugsson hefur náð sérlega góðum árangri. — Ljósmynd/Kristinn Steinn
Sænska knattspyrnufélagið Norrköping hefur sett sig í samband við Íslands- og bikarmeistara Víkings úr Reykjavík vegna áhuga á að ræða við Arnar Gunnlaugsson um þjálfarastöðu karlaliðs félagsins. Kári Árnason, yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi, staðfesti tíðindin við Fótbolta.net

Sænska knattspyrnufélagið Norrköping hefur sett sig í samband við Íslands- og bikarmeistara Víkings úr Reykjavík vegna áhuga á að ræða við Arnar Gunnlaugsson um þjálfarastöðu karlaliðs félagsins. Kári Árnason, yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi, staðfesti tíðindin við Fótbolta.net. Arnar á tvö ár eftir af samningi sínum við Víkinga og þyrfti sænska félagið því að greiða íslenska félaginu til að fá að semja við þjálfarann.