„Þar er að finna allt frá grunni að góðum jólum.“ „Þar er að finna vannýtta fiskistofna.“ „Þar er að finna góðar leiðbeiningar um allt sem vetrarskátun varðar.“ Þessar bókmenntaperlur sýna að alla hluti –…

„Þar er að finna allt frá grunni að góðum jólum.“ „Þar er að finna vannýtta fiskistofna.“ „Þar er að finna góðar leiðbeiningar um allt sem vetrarskátun varðar.“ Þessar bókmenntaperlur sýna að alla hluti – þolfall – er að finna e-s staðar (ekki „allir hlutir eru“). Og eintalan: Gáminn er að finna utar, ekki „gámurinn er …“.