Toppsætið Sænska skyttan Sara Odden, sem skoraði átta mörk fyrir Hauka, sækir að Katrínu Helgu Davíðsdóttur úr Aftureldingu í gærkvöldi.
Toppsætið Sænska skyttan Sara Odden, sem skoraði átta mörk fyrir Hauka, sækir að Katrínu Helgu Davíðsdóttur úr Aftureldingu í gærkvöldi. — Morgunblaðið/Árni Sæberg
Haukakonur verða á toppi úrvalsdeildar kvenna í handbolta um hátíðarnar eftir 26:22-útisigur á Aftureldingu í síðasta leik tíundu umferðarinnar og síðasta leik ársins í Mosfellsbænum í gærkvöldi. Haukar eru með 18 stig, eins og Valur, en Haukar unnu …

Haukakonur verða á toppi úrvalsdeildar kvenna í handbolta um hátíðarnar eftir 26:22-útisigur á Aftureldingu í síðasta leik tíundu umferðarinnar og síðasta leik ársins í Mosfellsbænum í gærkvöldi.

Haukar eru með 18 stig, eins og Valur, en Haukar unnu leik liðanna í síðasta mánuði og eru því í toppsætinu. Afturelding er í sjöunda sæti, einu stigi fyrir ofan botnlið Stjörnunnar.

Ekki verður leikið meira í deildinni fram að heimsmeistaramótinu sem hefst í lok mánaðar og þar á eftir tekur við jólafrí.

Haukar voru með 14:11-forskot í hálfleik og byrjuðu seinni hálfleikinn betur, komust í 17:12, og var Afturelding ekki sérlega líkleg til að jafna eftir það.

Sænska skyttan Sara Odden skoraði átta mörk fyrir Hauka og Sara Katrín Gunnarsdóttir gerði sex. Hildur Lilja Jónsdóttir skoraði sex fyrir Aftureldingu.