Dómsmálaráðherra Hyggst breyta skipan kærunefndar útlendingamála.
Dómsmálaráðherra Hyggst breyta skipan kærunefndar útlendingamála. — Morgunblaðið/Eyþór Árnason
Dómsmálaráðuneytið hefur lagt fram í samráðsgátt drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um útlendinga, nr. 80/2016. Í greinargerð segir að með frumvarpinu sé brugðist við hraðri þróun í málaflokknum og „fordæmalausri“ fjölgun umsókna um alþjóðlega vernd

Dómsmálaráðuneytið hefur lagt fram í samráðsgátt drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um útlendinga, nr. 80/2016. Í greinargerð segir að með frumvarpinu sé brugðist við hraðri þróun í málaflokknum og „fordæmalausri“ fjölgun umsókna um alþjóðlega vernd.

Meðal breytinga er að fækkað verður í kærunefnd útlendingamála úr sjö í þrjá og nefndina skipi formaður, varaformaður og nefndarmaður sem allir hafi starfið að aðalstarfi. Til þessa hafa fimm af sjö nefndarmönnum verið í öðru starfi.

Þá á að breyta ákvæðum laga um endurgjaldslausa talsmannaþjónustu á báðum stjórnsýslustigum. Að sænskri fyrirmynd er lagt til að Útlendingastofnun afgreiði tiltekin mál án þess að talsmaður hælisleitenda sé skipaður.

Lagt er til að horfið verði frá þeirri framkvæmd að umsóknir einstaklinga um alþjóðlega vernd séu teknar til efnislegrar meðferðar á grundvelli undantekninga í lögunum um sérstök tengsl og sérstakar ástæður. Sambærilegar undanþágur er ekki að finna í löggjöf annars staðar á Norðurlöndunum, segir í greinargerð frumvarpsins.

Kostnaður í málaflokknum hefur á einum áratug aukist úr 400 milljónum í 14 milljarða króna. Umsóknir um alþjóðlega vernd hér á landi voru um 1.400 talsins á árunum 2003 til 2016, en frá 2016 hafa alls borist um 13.500 umsóknir.