Teresa Dröfn Freysdóttir Njarðvík
Teresa Dröfn Freysdóttir Njarðvík
Almenna bókafélagið gefur út nokkrar bækur fyrir jólin. Fyrst ber að nefna Með skýra sýn, endurminningar Magnúsar Gústafssonar, fyrrverandi forstjóra Hampiðjunnar og Coldwater Seafood í Bandaríkjunum, sem Guðmundur Magnússon skrifar

Almenna bókafélagið gefur út nokkrar bækur fyrir jólin. Fyrst ber að nefna Með skýra sýn, endurminningar Magnúsar Gústafssonar, fyrrverandi forstjóra Hampiðjunnar og Coldwater Seafood í Bandaríkjunum, sem Guðmundur Magnússon skrifar. Svala Arnardóttir skrifar sögu Margrétar Ákadóttur leikkonu í bókinni Sólgeislar og skuggabrekkur. Teresa Dröfn Freysdóttir Njarðvík tók saman og bjó til útgáfu fjórar fornsögur sem aðeins hafa verið til í handritum í verkinu Hetjur fyrri alda. Þá kemur út ein ljóðabók sem hefur að geyma limrur, Í fáum limrum sagt eftir Eyjólf Ó. Eyjólfsson. Í sömu útgáfusamsteypu og Almenna bókafélagið eru einnig gefin út verk undir merkjum Bókafélagsins, Bókaútgáfunnar Björk og Unga ástin mín. Meðal þess sem kemur þaðan má nefna ýmsar barnabækur, t.d. eftir David Walliams.