Blámi Eitt verkanna á sýningunni.
Blámi Eitt verkanna á sýningunni.
Ný málverk nefnist sýning sem Þorbjörg Höskuldsdóttir hefur opnað í Glerhúsinu. „Eins og titillinn gefur til kynna sýnir Þorbjörg málverk sem hafa ekki verið sýnd opinberlega og hún hefur málað undanfarið

Ný málverk nefnist sýning sem Þorbjörg Höskuldsdóttir hefur opnað í Glerhúsinu.

„Eins og titillinn gefur til kynna sýnir Þorbjörg málverk sem hafa ekki verið sýnd opinberlega og hún hefur málað undanfarið.

Fyrsta sýning Þorbjargar var haldin í Gallerí SÚM árið 1972, er hún kom heim úr námi við Konunglegu listaakademíuna í Kaupmannahöfn. Fjöldi einkasýninga og samsýninga fylgdi í kjölfarið; Þorbjörg hefur líka unnið að leikmyndagerð og teiknað í bækur,“ segir í fréttatilkynningu.

Glerhúsið, við Vesturgötu 33b, er opið sunnudaga milli kl. 13 og 17, á löngum fimmtudögum og eftir samkomulagi.