Á Sæta svíninu Sveinn Waage hefur kynnt þar bjór- og matarpörun fyrir áhugasama undanfarin fjögur ár.
Á Sæta svíninu Sveinn Waage hefur kynnt þar bjór- og matarpörun fyrir áhugasama undanfarin fjögur ár.
Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Sveinn Waage hefur kynnt bjór og bjór- og matarpörun frá 2009 og segir að áhuginn á kynningu og námskeiðum sé mikill. „Við vorum með tvö námskeið á Sæta svíninu í haust og stefnan er að halda áfram eftir þorrann á næsta ári,“ segir hann. „Fólk hefur áhuga á bjór og bjórmenningin er allt önnur en hún var.“

Steinþór Guðbjartsson

steinthor@mbl.is

Sveinn Waage hefur kynnt bjór og bjór- og matarpörun frá 2009 og segir að áhuginn á kynningu og námskeiðum sé mikill. „Við vorum með tvö námskeið á Sæta svíninu í haust og stefnan er að halda áfram eftir þorrann á næsta ári,“ segir hann. „Fólk hefur áhuga á bjór og bjórmenningin er allt önnur en hún var.“

Ölgerðin bauð upp á Bjórskólann í áratug frá 2009 og var Sveinn, sem var vörumerkjastjóri hjá fyrirtækinu, einn kennaranna, en auk hans kenndu Höskuldur Sæmundsson og Stefán Pálsson lengst við skólann. Sveinn byrjaði með námskeið um bjór- og matarpörun á veitingastaðnum Sæta svíninu í Reykjavík fyrir um fimm árum og hann og Stefán hafa auk þess tekið vel óskum um að heimsækja fyrirtæki og stofnanir og kynna leyndardóma bjórsins. „Við höfum verið með jólabjórahugvekju og jólabjórasmakk í mörg ár.“

Covid setti strik í námskeiðahald en Sveinn breytti þá um umhverfi og var með kynningu á netsíðu sinni (bjorskoli.net). „Í fyrstu var ég með efasemdir um að það gengi en það gerði það svo sannarlega. Gleðin færðist því yfir á netið í covid, eins og flest samskipti, en það er skemmtilegra að hitta fólk og vera með því.“

Fjölbreytni

Í Bjórskólanum var rakin saga bjórsins með smökkun. Sveinn segir að bjór- og matarpörun sé eðlilegt framhald. „Það eru meiri möguleikar í að para saman bjór og mat heldur en vín og mat,“ fullyrðir hann. Bætir við að margir þekki það að fá sér pitsu og bjór en hann reyni að koma fólki á óvart. „Ég para saman bjóra og sjávarfang, kjöt og eftirrétti.“

Tæplega 100 tegundir jólabjórs verða á boðstólum í ár. „Það er skemmtileg stemning í kringum jólabjórinn,“ segir Sveinn. Hann segist hafa sérstakan áhuga á
fjölbreytninni í léttbjór og áfengislausum bjór. „Úrvalið af þeim er mikið og þeir eru miklu betri en þeir voru áður,“ staðhæfir hann. Hann bendir á að áður en bjórinn var leyfður á Íslandi hafi hinn áfengislausi pilsner í raun verið eini valkosturinn við takmarkaðar vinsældir frá 1917. „Nú er landslagið allt annað og betra. Það er gaman og miðað við viðtökurnar og söluna hefur bjórmenningin breyst mikið. Lengi vel seldust bjórar með hæstu áfengisprósentuna langmest, menn héldu sig gjarnan við eina tegund og drukku mikið áður en þeir fóru að sofa, en nú hafa stöðugt fleiri uppgötvað úrvalið og mismunandi gæði, njóta þess að drekka áfengan og ekki síst áfengislausan bjór.“

Höf.: Steinþór Guðbjartsson