Pétur Stefánsson reynir að samrýma það ósamrýmanlega – eða hvað? Ég vil yrkja ofurnett, engum gera skaða, einnig taka lífi létt og láta á súðum vaða. Stefán Stefánsson frá Móskógum á Bökkum í Skagafirði lét oft vaða í sínum kveðskap, tók lífinu létt og allt var það græskulaust

Pétur Stefánsson reynir að samrýma það ósamrýmanlega – eða hvað?

Ég vil yrkja ofurnett,

engum gera skaða,

einnig taka lífi létt

og láta á súðum vaða.

Stefán Stefánsson frá Móskógum á Bökkum í Skagafirði lét oft vaða í sínum kveðskap, tók lífinu létt og allt var það græskulaust. Hann sendi Lárusi í Haga, lækni á Skagaströnd, vísu þegar hann varð 65 ára með þessari forsögn: Þetta skaltu Lalli minn raula í ellinni:

Upp skal nú rifjuð ævisaga.

Enda er ég kominn á fremsta þrepið.

Margt hef ég reynt um mína daga,

marga læknað – en fleiri drepið.

Mannlýsingar Stefáns voru mergjaðar:

Af ýmsum verkum annálaður.

Engan hefur þráðbeint svikið.

Getur verið góður maður

þótt gæti þess hvorki oft né mikið.

Stefán orti ásamt Gísla Ólafssyni frá Eiríksstöðum á stjórnmálafundi í Siglufirði er þeir hlýddu á ræðu Péturs Jónssonar frá Brúnastöðum:

Að efninu ég kem, kem, kem,

Kannske ef menn vilja.

En takmarkið er sem, sem, sem,

Siglfirðingar vilja.

Sigurður Hreiðar hafði samband vegna vísu sem birtist á dögunum í Vísnahorni eftir afa hans, Björn Bjarnarson í Grafarholti, og benti á að föðurnafnið hefði misritast, en Björn er sonur Björns Eyvindssonar bónda á Vatnshorni í Skorradal.

Sigurður bætti við um afa sinn: Hann þótti smámunasamur um margt og átti gjarnan til að nota hlutina út í æsar, til að mynda gömul umslög utan um bréf sem hann sendi, strika bara yfir eldri viðtakanda og setja nýtt nafn í staðinn. Einhverju sinni sendi einhver honum skammarbréf vegna þessa athæfis. Afi skrifaði svar neðst í það bréf, skipti um nafn á umslaginu og sendi til baka.

Engum skyldi auka sekt

né af því vera smáður

þótt hann noti nýtilegt

notað sem var áður.

með lausavísum í hlaðnar vörður. Auðvitað ættu rjúpnaskyttur að hafa það í huga þegar þær þvælast um fjöllin. Egill Jónasson orti beinakerlingavísu í orðastað Péturs í Reynihlíð:¶ ¶ ¶ Atvinnu það ein er grein¶ öflun steikna og súpna¶ þótt ei finnist fjöður ein¶ fara þeir til rjúpna.¶ Að síðustu er hér beinakerlingavísa eftir Stefán frá Móskógum:¶ Oft og tíðum ergir mig¶ óbotnandi vandi:¶ Að gera upp við sjálfan sig¶ syndir og tilheyrandi.¶ Pétur Blöndal¶ p.blondal@gmail.com¶ Pétur Blöndal¶ p.blondal@gmail.com