Krossband Gavi grípur um hnéð í leiknum við Georgíu í fyrrakvöld.
Krossband Gavi grípur um hnéð í leiknum við Georgíu í fyrrakvöld. — AFP/Cesar Manso
Spánverjinn Gavi, einn efnilegasti knattspyrnumaður heims, sleit krossband í hné í leik Spánar og Georgíu í undankeppni EM í fyrrakvöld. Gavi leikur því ekki meira með Barcelona á þessu tímabili og hætta er á að hann geti ekki leikið með Spánverjum á EM næsta sumar

Spánverjinn Gavi, einn efnilegasti knattspyrnumaður heims, sleit krossband í hné í leik Spánar og Georgíu í undankeppni EM í fyrrakvöld. Gavi leikur því ekki meira með Barcelona á þessu tímabili og hætta er á að hann geti ekki leikið með Spánverjum á EM næsta sumar. Gavi er 19 ára gamall en lék samt sinn 27. landsleik í fyrrakvöld og hefur leikið 82 deildarleiki með Barcelona. Hann var valinn efnilegasti knattspyrnumaður í Evrópu árið 2022.