Jóladrykkurinn Ho-Ho Highball er innblásinn af malti og appelsíni.
Jóladrykkurinn Ho-Ho Highball er innblásinn af malti og appelsíni. — Morgunblaðið/Árni Sæberg
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Um leið og jólaöl fer að birtast í búðum þá tek ég alltaf kassa með mér. Fyrst þá veit ég að jólin eru að koma,“ segir Sævar Helgi. Áður en Sævar Helgi byrjaði blanda kokteila starfaði hann sem uppvaskari í eitt og hálft ár á veitingastaðnum Sushi Social

Um leið og jólaöl fer að birtast í búðum þá tek ég alltaf kassa með mér. Fyrst þá veit ég að jólin eru að koma,“ segir Sævar Helgi.

Áður en Sævar Helgi byrjaði blanda kokteila starfaði hann sem uppvaskari í eitt og hálft ár á veitingastaðnum Sushi Social. „Mér var farið að leiðast smá og byrjaði að spyrja út í hvort ég mætti prófa að fara á barinn. Ég fékk að fara á barinn þegar eigendurnir opnuðu Apotek Restaurant því nokkrir barþjónar voru færðir þangað og ég hef verið á barnum síðan þá.“

Mörgum finnst jólin snúast um mat en hvaða þýðingu hafa drykkir um jólin?

„Ég er ekki viss með aðra en sjálfur er ég farinn að gera mitt árlega jólaglögg að hefð, þar sem ég reyni að fullkomna uppskriftina hvert ár.“

Hvernig er viðburðadagatalið þitt í desember?

„Ég er nokkuð viss um að í desember verð ég að vinna mikið þar sem það er nóg að gera í miðbænum þá. Fyrir utan það að halda upp á jólin þá held ég líka upp á afmælið mitt þann 15. desember.“

Hvernig verða jólin þín í ár?

„Öll fjölskyldan hittist heima hjá mömmu og pabba, borðar, opnar pakka og spilar saman.“

Ertu búinn að ákveða hvað þú ætlar að borða og drekka um jólin?

„Við erum alltaf með svínahrygg á aðfangadag, stundum er rauðvín og jólabjór með og ætli ég hendi ekki í jólaglögg,“ segir Sævar Helgi.

Ho-Ho Highball

15 ml Grand Marnier

15 ml bananahýðisromm frá Discarded

15 ml sætur valhnetuvermút

60 ml maltþykknis-cordial*

sódavatn

Malti og appelsíni er blandað saman við Grand Marnier, bananahýðisromm, sætan valhnetuvermút og maltþykknis-cordial, toppað með sódavatni og síðan skreytt með appelsínusneið.

*Maltþykknis-cordial

1.000 ml vatn

400 g sykur

9 g sítrónusýra

7 g eplasýra

4 tsk. maltþykkni

Spruce sour

60 ml grenigin*

30 ml sítrónusafi

20 ml sykursíróp

2 mandarínulauf

1 eggjahvíta

Drykkurinn er búinn til með ferskum grenigreinum sem ég fór og tíndi sjálfur og setti svo í blandara með gini, hristi síðan með ferskum mandarínubitum, sítrónusafa, sykursírópi og eggjahvítu og skreytti með einni mandarínusneið.

*Grenigin

700 ml gin

12 g grenigreinar

Hráefni sett í blandara, blandað saman og sigtað.

Höf.: Guðrún Selma Sigurjónsdóttir |