Esther Selma Sveinsdóttir fæddist í Reykjavík 23. september 1953 og átti sín fyrstu ár í Árbænum. Hún lést á heimili sínu í Skógarbæ, Hrafnistu, 14. nóvember 2023.

Foreldrar hennar voru Sveinn Jensson matreiðslumeistari, f. 12. júní 1928, d. 12. ágúst 2022 og Jóna Guðrún Kristinsdóttir, f. 26. apríl 1931, d. 29. júní 2021.

Esther giftist Friðriki Gissurarsyni, f. 21. mars 1949, þau slitu samvistum 2015. Dætur þeirra eru: 1) Hjördís Guðrún, f. 22. september 1974, gift Sigtryggi Aðalbjörnssyni, f. 24. september 1973, þau eiga þrjú börn, það eru Friðrik Eiður, Dagný Lind og Stefán Kaprasíus. 2) Katrín Rósa, f. 29. mars 1978, gift Róberti Andersen, f. 8. nóvember 1974, þau eiga þrjú börn, þau Alexander, Adam Árna og Tinnu. 3) Fjóla Dröfn f. 24. febrúar 1981, fyrrverandi maki er Erla Dís Þórsdóttir, f. 26. apríl 1984, þær eiga tvö börn, þau Sigurþór Atla og Helenu Mist.

Esther á þrjú systkini: Jón Heiðar, f. 31. ágúst 1952, Lilju, f. 3. maí 1955 og Sveinbjörn, f. 30. maí 1967.

Esther lærði við Húsmæðraskólann á Laugarvatni. Hún og fyrrverandi eiginmaður hennar fóru svo að búa. Þau tóku þátt í uppbyggingu Kjarrhólma í Kópavogi og byggðu svo parhús á Helgubraut 3 þar sem þau bjuggu lengst af í sinni sambúð. Esther hafði mikinn áhuga á útsaumi og var virk í saumaklúbbi með æskuvinkonum sínum.

Útför Estherar fer fram frá Kópavogskirkju í dag, 24. nóvember 2023, klukkan 11.

Sérhver draumur lifir aðeins eina nótt

sérhver alda rís en hnígur jafnan skjótt

hverju orði fylgir þögn

og þögnin hverfur alltof fljótt.

En þó að augnablikið aldrei fylli stund

skaltu eiga við það mikilvægan fund

því að tár sem þerrað burt

aldrei nær að græða grund.

Líttu sérhvert sólarlag,

sem þitt hinsta væri það.

Því morgni eftir orðinn dag

enginn gengur vísum að.

Þú veist að tímans köldu fjötra enginn flýr

enginn frá hans löngu glímu aftur snýr.

Því skaltu fanga þessa stund

því fegurðin í henni býr.

( Bragi Valdimar Skúlason)

Hjördís, Katrín og Fjóla.