Björk
Björk
Bandaríska fagtímaritið Variety fer lofsamlegum orðum um lagið „Oral“ sem Björk og hin spænska Rosalia sendu frá sér í vikunni í þeim tilgangi að vekja athygli á vistfræðilegum afleiðingum sjókvíaeldis við Íslandsstrendur

Bandaríska fagtímaritið Variety fer lofsamlegum orðum um lagið „Oral“ sem Björk og hin spænska Rosalia sendu frá sér í vikunni í þeim tilgangi að vekja athygli á vistfræðilegum afleiðingum sjókvíaeldis við Íslandsstrendur. Fjallað er um lagið á vefútgáfu tímaritsins og fréttatilkynning sem útgáfunni fylgir er birt í heild sinni.

Lagið ku Björk hafa samið og tekið upp mitt á milli þess sem plöturnar Homogenic (1997) og Vespertine (2001) komu út en einhverra hluta vegna féll lagið á milli þilja og svo gott sem ofan í glatkistu eða allt þar til í mars á þessu ári þegar upptökur af laginu uppgötvuðust óvænt.

Af umfjöllun fjölmiðla á borð við Variety og fleiri má gefa sér að tilganginum með útgáfu lagsins hafi verið náð og vel það.