Norður ♠ D54 ♥ G10976 ♦ – ♣ ÁDG95 Vestur ♠ K76 ♥ D4 ♦ KG753 ♣ K87 Austur ♠ G10932 ♥ ÁK32 ♦ D ♣ 1063 Suður ♠ Á8 ♥ 85 ♦ Á1098642 ♣ 42 Suður spilar 3♦ doblaða

Norður

♠ D54

♥ G10976

♦ –

♣ ÁDG95

Vestur

♠ K76

♥ D4

♦ KG753

♣ K87

Austur

♠ G10932

♥ ÁK32

♦ D

♣ 1063

Suður

♠ Á8

♥ 85

♦ Á1098642

♣ 42

Suður spilar 3♦ doblaða.

Ef austur passar sem gjafari – og það gerðu flestir keppendur Deildarinnar – hvað á suður þá að gera með sjölitinn sinn í tígli? Á hann að opna á 3♦ eða passa?

Sanntrúaðir kerfisspekingar opna ekki á hindrun með tvo ása. En ekki eru allir einlægir trúmenn í heimi bridsmanna og víða var opnað á 3♦. Vestur passaði vonglaður, norður passaði vondaufur og austur doblaði til úttektar. Þar lauk sögnum og bara eftir að velja útspil.

Flestir komu út með hjartadrottningu og uppskáru 300 fyrir tvo niður. En spaðaútspil sást líka og það reyndist vörninni dýrt. Sagnhafi stakk upp ♠D, fór heim á ♠Á og lagði niður ♦Á. Svínaði svo í laufi, trompaði spaða, svínaði aftur í laufi og henti tveimur hjörtum í ♣Á og frílauf. Niðurstaðan: 470 fyrir níu slagi. Vestur fékk bara fjóra á tromp.