Pétur Stefánsson gaukaði til mín þessum tveimur vísum fyrir tæpum hálfum mánuði: Margt ég bralla í heimi hér, í hausnum mallar baga. Glatt á hjalla hjá mér er helst til alla daga. Glaður svíf um heiminn hér, úr huga ríf ég trega

Pétur Stefánsson gaukaði til mín þessum tveimur vísum fyrir tæpum hálfum mánuði:

Margt ég bralla í heimi hér,

í hausnum mallar baga.

Glatt á hjalla hjá mér er

helst til alla daga.

Glaður svíf um heiminn hér,

úr huga ríf ég trega.

Gott er lífið eins og er

alveg gífurlega.

Á Boðnarmiði er limran Óþarfur smiður eftir Guðmund Arnfinnsson:

Svo mælti Oddfríður Alda,

sem orðin var konan hans Valda:

„Ég þarf ekki á yður

Ólafur smiður

né öðrum sem stendur að halda.“

Áfram yrkir Guðmundur: Þegar ég tók af mér grímuna:

Meðal fólks ég hengdi haus,

sem hryllti við að sjá mann.

Að ganga aftur grímulaus

getur tekið á mann.

Nútíminn eftir Magnús Halldórsson:

Í leitir fer Lárus á Grána

og lítið eitt fær sér í tána.

Með eldspýtu kveikir,

ef að hann reykir.

En les þó um loftslagsvána.

Bjarni Jónsson yrkir við fallega mynd af kind með lambið sitt:

Fjalladrottning frjálsa

farsæl lambamóðir

Stikar hraun og hálsa

heiðrar gamlar slóðir

Gunnar J. Straumland skrifar: Á hagyrðingakvöldinu í Brautartungu á dögunum bar okkur að lýsa okkur sjálfum.

Ég greip til vísu sem ég hafði áður ort:

Auðvitað hef ég, án alls vafa,

yndislega nærveru

en þó er mér sagt ég þyki hafa

þægilegri fjarveru.

Davíð Hjálmar Haraldsson um stýrivexti:

Hringeygir kljúfa hríðarélin,

hreggvíðar nasir, freyða mélin.

Birtast sem eykir úfinfextir

óstýrilátir stýrivextir.

Friðrik Erlingsson um það sem allir hugsa og tala um:

Hugsanlega, kannski gæti orðið gos,

grunar margan náttúruvár-
fræðinginn.

Hríðir eru tíðar, á legið komið los

en langt er í að dagsett verði
fæðingin.

Flekaskikans færsluslátt¶ foldarkrikar trega.¶ Megi kvikan kólna brátt¶ og koðna hrikalega.¶ Guðný Jakobsdóttir birtir Rímæfingar! og skrifar undir Guðjón Jóh.:¶ Sat í næði grunlaust gagl¶ í góðu skapi á mosasæng.¶ Þegar fékk í hausinn hagl¶ höfði stakk það undir væng.¶ xxx¶ Sólar stöðugt styttist gangur,¶ staldrar dagur við ólangur.¶ En helst að veki hugarangur¶ hagléljagangur.¶ Limran Hrörnun eftir Hlymrek handan:¶ Í hafinu er þörungur harmlaus,¶ hurðdruslan undin og karmlaus¶ gimbillinn jarmlaus,¶ barstúlkan barmlaus¶ og hún Baldína gamla orðin sjarmlaus.¶ Enn kvað Hlymrekur:¶ Margt erlent er sniðugt og eggjandi,¶ hvort orðmælt það fer eða hneggjandi;¶ það má hefja upp glaum,¶ það má taka í taum,¶ en á túrhesta er ekki leggjandi.¶ Björn Ingólfsson orti:¶ „Þú ert ekkert, Stefán, í straffi,“¶ sagði Steingerður Elva (með vaffi)¶ „en gott er að spara¶ og því gef ég þér bara¶ moðvolgt og kolmórautt kaffi!“¶ Öfugmælavísan:¶ Horfði ég sverðfisk hissa á,¶ hann til kirkju vendi,¶ á Eintali hélt sálar sᶠsinni undir hendi.¶ Halldór Blöndal