Nemendur á 3. ári í vöruhönnun við Listaháskóla Íslands standa fyrir sýningunni Out of The Blue sem verður opnuð í dag kl. 18 á Laugavegi 105. Á sýningunni gefst fólki tækifæri til að stíga inn í veröld hvalsins og komast í návígi við skepnuna

Nemendur á 3. ári í vöruhönnun við Listaháskóla Íslands standa fyrir sýningunni Out of The Blue sem verður opnuð í dag kl. 18 á Laugavegi 105. Á sýningunni gefst fólki tækifæri til að stíga inn í veröld hvalsins og komast í návígi við skepnuna. Sýningin er afrakstur 13 vikna samstarfsverkefnis nemenda LHÍ í áfanganum Stefnumót við hvali þar sem margvísleg örlög hvalsins eru könnuð í hönnunarlegu samhengi, segir í tilkynningu. Sýningin hentar öllum aldurshópum.