Jarðhræringar Kristín er gestur Dagmála Morgunblaðsins í dag.
Jarðhræringar Kristín er gestur Dagmála Morgunblaðsins í dag. — Morgunblaðið/María
Hraði atburðarásarinnar 10. nóvember, þegar fjögurra kílómetra langur kvikugangur myndaðist og teygði sig undir Grindavík, kom jarðvísindasamfélaginu á óvart, að sögn Kristínar Jónsdóttur, jarðskjálftafræðings og deildarstjóra hjá Veðurstofu Íslands

Hólmfríður María Ragnhildardóttir

hmr@mbl.is

Hraði atburðarásarinnar 10. nóvember, þegar fjögurra kílómetra langur kvikugangur myndaðist og teygði sig undir Grindavík, kom jarðvísindasamfélaginu á óvart, að sögn Kristínar Jónsdóttur, jarðskjálftafræðings og deildarstjóra hjá Veðurstofu Íslands.

„Þetta er einhver hraðasti atburður sem við höfum mælt á Íslandi,“ segir Kristín í nýjasta þætti Dagmála.

Veruleg umbrot þennan dag

Atburðarásin 10. nóvember er þar rædd og sömuleiðis það nýja eldsumbrotatímabil á Reykjanesskaganum sem virðist hafið.

„Það var eins og það hefði hvolfst úr þessum kvikugeymi í Svartsengi og inn í þennan kvikugang á örskömmum tíma. Þannig að þetta voru veruleg umbrot 10. nóvember,“ segir Kristín.

„Svo að þessi stóri langi kvikugangur skyldi myndast – það var eitthvað sem ég hafði ekki spáð fyrir, ég verð alveg að viðurkenna það. Ég hafði miklu frekar séð fyrir mér miklu styttri gang, kannski tveggja til þriggja kílómetra. Þetta var allt miklu stærra heldur en ég hafði teiknað upp í kollinum.“

Höf.: Hólmfríður María Ragnhildardóttir