Derek Chauvin
Derek Chauvin
Derek Chauvin, fyrrverandi lögregluþjónn í Minneapolis í Bandaríkjunum, varð fyrir árás í fangelsi í Arizona. Chauvin var stunginn af öðrum fanga og slasaðist alvarlega en líðan hans mun vera stöðug samkvæmt tilkynningu frá stjórnvöldum

Derek Chauvin, fyrrverandi lögregluþjónn í Minneapolis í Bandaríkjunum, varð fyrir árás í fangelsi í Arizona. Chauvin var stunginn af öðrum fanga og slasaðist alvarlega en líðan hans mun vera stöðug samkvæmt tilkynningu frá stjórnvöldum.

Chauvin var dæmdur til 22 ára fangelsisvistar fyrir morðið á George Floyd en Floyd kafnaði vegna þeirrar hörku sem Chauvin beitti við handtöku. Morðið, sem átti sér stað í apríl 2021, varð heimsfrétt en í kjöl­farið brut­ust út hörð mót­mæli víða um Banda­rík­in vegna of­beldis í garð svartra af hálfu lög­regl­unn­ar.

Chauvin er 47 ára gamall og fékk sumarið 2022 annan dóm þar sem 20 árum var bætt við fyrir að brjóta á ýmsum réttindum Floyds.