Veltibíllinn Borghildur Fjóla, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar, veitti gjöfinni viðtöku frá Páli Halldóri formanni Brautarinnar.<o:p></o:p>
Veltibíllinn Borghildur Fjóla, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar, veitti gjöfinni viðtöku frá Páli Halldóri formanni Brautarinnar. — Morgunblaðið/Óttar
Brautin, bindindisfélag ökumanna, færði Slysavarnafélaginu Landsbjörg veltibílinn, sem Brautin hefur rekið frá árinu 1995, að gjöf í gær. Rúmlega 400.000 manns hafa upplifað bílveltu í veltibílnum frá fyrsta degi

Brautin, bindindisfélag ökumanna, færði Slysavarnafélaginu Landsbjörg veltibílinn, sem Brautin hefur rekið frá árinu 1995, að gjöf í gær.

Rúmlega 400.000 manns hafa upplifað bílveltu í veltibílnum frá fyrsta degi. Núverandi bíll er þó sá sjötti í röðinni, þar sem veltibíllinn hefur verið endurnýjaður á um fimm ára fresti síðan árið 1995. Síðast var bíllinn endurnýjaður 2020 og hafa nærri 45 þúsund manns farið veltu í honum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg.

Slysavarnafélagið Landsbjörg hyggst nota gjöfina til að halda áfram því góða starfi sem Brautin hefur staðið fyrir öll þessi ár. Veltibíllinn fellur afar vel að slysavarnaverkefnum sem félagið sinnir nú þegar og veitir enn fleiri tækifæri til að útvíkka slysavarnahluta starfsins.