Vinsæll Harry Styles var valinn bestur á síðustu Brit-verðlaunahátíð.
Vinsæll Harry Styles var valinn bestur á síðustu Brit-verðlaunahátíð. — AFP/Ben Stansall
Skipuleggjendur bresku Brit-tónlistarverðlaunanna hafa tilkynnt að breytingar verði gerðar á verðlaunaflokkum til að mæta þeirra gagnrýni sem kom í kjölfar þess að engin kona fékk tilnefningu í flokknum „besti listamaðurinn“ eftir að flokkar karla og kvenna voru sameinaðir í einn 2022

Skipuleggjendur bresku Brit-tónlistarverðlaunanna hafa tilkynnt að breytingar verði gerðar á verðlaunaflokkum til að mæta þeirra gagnrýni sem kom í kjölfar þess að engin kona fékk tilnefningu í flokknum „besti listamaðurinn“ eftir að flokkar karla og kvenna voru sameinaðir í einn 2022. Að sögn skipuleggjenda verður tilnefndum fjölgað úr fimm í tíu listamenn. Enn fremur verður flokknum „besti R&B-listamaðurinn“ bætt við en hingað til hafa R&B-listamenn att kappi við poppstjörnur eins og Harry Styles og Dua Lipa. R&B-söngkonan Mahalia, sem gagnrýndi fyrirkomulag keppninnar fyrr á þessu ári, fagnar breytingunum og í samtali við BBC sagði hún m.a.: „Þetta er risastórt!“