— AFP/Justin Tallis
Þúsundir komu saman í miðborg London í gær og mótmæltu gyðingaandúð. Samkvæmt AFP-fréttaveitunni hefur borið á aukinni andúð í garð gyðinga á Bretlandseyjum síðustu vikur eða frá því að stríð milli Hamas og Ísraels braust út í október

Þúsundir komu saman í miðborg London í gær og mótmæltu gyðingaandúð.

Samkvæmt AFP-fréttaveitunni hefur borið á aukinni andúð í garð gyðinga á Bretlandseyjum síðustu vikur eða frá því að stríð milli Hamas og Ísraels braust út í október. Samtökin Community Security Trust hafa skráð hjá sér 1.324 tilvik á breskri grundu síðustu 40 dagana sem flokkast sem gyðingaandúð.

Þeir sem tóku þátt í mótmælunum þrömmuðu um borgina og að þinghúsinu með þeim skilaboðum að ekkert umburðarlyndi væri gagnvart gyðingaandúð. Veifuðu mótmælendur myndum af fólkinu sem Hamas rændi. Á laugardaginn kom einnig fjöldi fólks saman í borginni og krafðist þess að vopnahlé yrði gert á Gasasvæðinu.