Rakel Adolphsdóttir sagnfræðingur og fagstjóri Kvennasögusafnsins á Landsbókasafninu heimsækir í dag Fræðakaffi Borgarbókasafnsins Spönginni. Þar mun hún fjalla frá kl. 16.30-17.30 um hvers konar ástarbréf það eru sem afhent hafa verið Kvennasögusafni til varðveislu

Rakel Adolphsdóttir sagnfræðingur og fagstjóri Kvennasögusafnsins á Landsbókasafninu heimsækir í dag Fræðakaffi Borgarbókasafnsins Spönginni. Þar mun hún fjalla frá kl. 16.30-17.30 um hvers konar ástarbréf það eru sem afhent hafa verið Kvennasögusafni til varðveislu. Hver skrifaði þau og fyrir hvern? Hvernig er aðgengi að þeim sem og hvernig er að kafa ofan í einkalíf annarra í fræðilegum tilgangi, er á meðal þess sem Rakel mun leitast við að svara. Allir velkomnir.