Heilbrigðisþjónusta Gamalt fólk er ekki tilbúið að setja sig inn í þessa tækni.
Heilbrigðisþjónusta Gamalt fólk er ekki tilbúið að setja sig inn í þessa tækni.
Tækninni fleygir fram, eins og sagt er, og ekkert lát þar á, og eins ofurtrú okkar á að hún leysi starfsmannaskort og skipulagsóreiðu í ýmsum greinum. Fjórða iðnbyltingin segja menn og þykjast góðir

Tækninni fleygir fram, eins og sagt er, og ekkert lát þar á, og eins ofurtrú okkar á að hún leysi starfsmannaskort og skipulagsóreiðu í ýmsum greinum. Fjórða iðnbyltingin segja menn og þykjast góðir.

Það hefur tekist að fækka nokkuð fólki við innritun á flugvöllum, enda kúnnarnir að meirihluta ungt fólk, og enn nenna menn að skanna vörur sínar í búðum, þótt hrifning fari dvínandi, en þegar kemur að heilsugeiranum aukast heldur vandræðin.

Miklar væntingar voru gerðar til stafrænu þjónustunnar sem fór í gang fyrir nokkrum árum, en hefur valdið vonbrigðum að sögn þeirra sem gerst þekkja.

Ástæðan er augljós: Heilsuþjónustu notar að meirihluta eldra fólk og það er ekki tilbúið að setja sig inn í þessa tækni þannig að það spari tíma og starfsfólk.

Vitanlega getur það lært þetta en stundum skortir kjark eða einhvern til að koma sér á skrið.

Stutt námskeið gætu hjálpað en eins og er þá vantar herslumun til að þessi fína tækni nýtist til fulls, og það er hálfgerð synd.

Sunnlendingur