Debicki Er stórkostleg sem Díana prinsessa.
Debicki Er stórkostleg sem Díana prinsessa. — AFP/Michael Tran
Franskir og bandarískir gagnrýnendur bera lof á sjöttu og síðustu þáttaröðina af The Crown. Skoðanir eru skiptar meðal breskra gagnrýnenda, sumir hrósa þáttunum, aðrir eru hinir fúlustu. Eftir að hafa horft á fjóra þætti af sex er ástæða til að taka undir með hrifningarröddum

Kolbrún Bergþórsdóttir

Franskir og bandarískir gagnrýnendur bera lof á sjöttu og síðustu þáttaröðina af The Crown. Skoðanir eru skiptar meðal breskra gagnrýnenda, sumir hrósa þáttunum, aðrir eru hinir fúlustu. Eftir að hafa horft á fjóra þætti af sex er ástæða til að taka undir með hrifningarröddum.

Franskur gagnrýnandi sagði þættina meistaralega. Það er heilmikið til í því. Annar sagði þættina vera ástarbréf til Díönu. Það er alveg rétt.

Fyrstu fjórir þættirnir snúast um Díönu, sem Elizabeth Debicki leikur á ótrúlegan hátt. Hún er Díana endurborin og nær að laða fram þessa sérkennilegu blöndu af depurð og kæti sem einkenndi prinsessuna í svo ríkum mæli, ásamt hlýju hennar og viðkvæmni.

Slatti af gagnrýnendum virðist hafa ákveðið fyrir fram að þættirnir væru ómögulegir. Fyrir sýningu spurðist út að þar sæist Díana sem draugur og það var fordæmt. Eftir dauða hennar sjást bæði Karl Bretaprins og Elísabet drottning ræða við hina látnu Díönu, hugur þeirra er bundinn henni. Þessi atriði voru afar falleg.

Þáttaröðin er frábær. Gagnrýnendur sem halda öðru fram eru ekki marktækir.