Joe Biden
Joe Biden
Alls hefur 39 Ísraelum verið sleppt úr haldi Hamas-hryðjuverkasamtakanna síðan á föstudag. Í staðinn voru 39 palestínskir fangar látnir lausir í gær, til viðbótar við þá 78 sem hefur verið sleppt úr ísraelskum fangelsum undanfarna þrjá daga

Alls hefur 39 Ísraelum verið sleppt úr haldi Hamas-hryðjuverkasamtakanna síðan á föstudag. Í staðinn voru 39 palestínskir fangar látnir lausir í gær, til viðbótar við þá 78 sem hefur verið sleppt úr ísraelskum fangelsum undanfarna þrjá daga.

Vopnahléið fyrir botni Miðjarðarhafs hófst á föstudag og er samhliða því gert ráð fyrir að samtals verði um 50 gíslum sleppt úr haldi Hamas-hryðjuverkasamtakanna og að Ísrael láti 150 palestínska fanga lausa.

Joe Biden Bandaríkjaforseti kvaðst fyrir helgi vongóður um að vopnahléið á Gasa yrði framlengt. Þá binda Frakkar jafnframt vonir við að vopnahléið muni vara að minnsta kosti þar til Hamas-samtökin hafi sleppt úr haldi öllum þeim gíslum sem samtökin tóku 7. október, að sögn Catherine Colonna utanríkisráðherra Frakklands. » 13