— Morgunblaðið/Árni Sæberg
Jólagleðin var við völd í Smáralind um helgina þar sem fólk kepptist við að kaupa jólagjafirnar á þeim tilboðum sem jafnan fylgja svörtum föstudegi. Þótt margir láti sér nægja að fjárfesta í jólagjöfum gleyma aðrir sér í gleðinni og kaupa annað það…

Jólagleðin var við völd í Smáralind um helgina þar sem fólk kepptist við að kaupa jólagjafirnar á þeim tilboðum sem jafnan fylgja svörtum föstudegi. Þótt margir láti sér nægja að fjárfesta í jólagjöfum gleyma aðrir sér í gleðinni og kaupa annað það sem hugurinn girnist eða vantar inn á heimilið hverju sinni. Gleðinni er þó ekki allri lokið því í dag tekur við hinn svokallaði net-mánudagur eða Cyber Monday, en hefð hefur skapast fyrir net-mánudegi sem eftirfara svarts föstudags.