Á föstudag sendi Smári Agnars mér póst þar sem hann sagði að elsti og jákvæðasti Grindvíkingurinn (95 ára) hefði fengið inni á Grund. Grindavík gekk frá um stund gat náð í fegrunarblund. Gísli er natinn, núðlur í matinn

Á föstudag sendi Smári Agnars mér póst þar sem hann sagði að elsti og jákvæðasti Grindvíkingurinn (95 ára) hefði fengið inni á Grund.

Grindavík gekk frá um stund

gat náð í fegrunarblund.

Gísli er natinn,

núðlur í matinn.

Gott er að vera á Grund.

Smári Agnars lét þess jafnframt getið að „í morgunþætti Rásar 1 í morgun var gott viðtal konunnar, sem Kristján stórsöngvari var svo hrifinn af í Kastljósi um árið, við jákvæðar konur úr Grindavík“.

Gunnar J. Straumland orti þegar mest gekk á í Grindavík:

Flekaskikans færsluslátt

foldarkrikar trega.

Megi kvikan kólna brátt

og koðna hrikalega.

Ragna Guðvarðardóttir yrkir og kallar Eldgos. Vel er kveðið:

Glóðir renna rauðar

rjúfa jökul hrjúfan

fram af háum hömrum

hrynja klakabrynjur

aska grá og gjóska

gil og móa hylur

neistar rákir rista

á rökkurhimin dökkan

Kristján frá Gilhaga nýtur þess að fá sér frískt loft:

Útivist morgunsins geðslagið gleður

á göngunni hlýja í brjóstinu vex,

alauð er gatan, vordaga veður

varminn er mældur í gráðum 6.

Guðmundur Arnfinnsson um umferðaróhapp:

Jón, sem rak brennivínsbúðina,

fékk bláan marblett á húðina

á sínum gaur,

er gekk hann á staur

sá glanni með opna búðina.

Gunnar J. Straumland um nútíma verslunarhætti:

Á lagernum leitum og köfum,

af lörfunum rykið svo sköfum

tvöföldum verðið

tökum upp sverðið

í afslátt þá helming við höfum.

28. nóvember orti Hafsteinn Reykjalín Jóhannesson Við Víkurfjöru:

Logn við gælir lágan stein,

ljúft sem ástarorðið.

Stundum bára stór og ein

stækkar yfirborðið.

Þetta veldur vanda hér,

varnir engar duga.

Sumir fara fram úr sér,

feigð er efst í huga.

er fullkominn:¶ Í spjallþætti fugla var spyrill,¶ spaugsamur flautaþyrill,¶ um flest var hann fróður¶ og í flugtækni góður,¶ en hann kunni ekki að smyrja sá smyrill.¶ Limran Hrörnun eftir Hlymrek handan:¶ Í hafinu er þörungur harmlaus,¶ hurðdruslan undin og karmlaus¶ gimbillinn jarmlaus,¶ barstúlkan barmlaus¶ og hún Baldína gamla orðin sjarmlaus.¶ Enn kvað Hlymrekur:¶ Margt erlent er sniðugt og eggjandi,¶ hvort orðmælt það fer eða hneggjandi;¶ það má hefja upp glaum,¶ það má taka í taum,¶ en á túrhesta er ekki leggjandi.¶ Björn Ingólfsson samdi þessa limru:¶ „Þú ert ekkert, Stefán, í straffi,“¶ sagði Steingerður Elva (með vaffi)¶ „en gott er að spara¶ og því gef ég þér bara¶ moðvolgt og kolmórautt kaffi!“¶ Öfugmælavísan:¶ Horfði ég sverðfisk hissa á,¶ hann til kirkju vendi,¶ á Eintali hélt sálar sᶠsinni undir hendi.¶ Halldór Blöndal