Öryrkjar Öryrkjar vilja póstinn heim.
Öryrkjar Öryrkjar vilja póstinn heim.
Öryrkjabandalagið er mótfallið áformuðum breytingum á lögum um póstþjónustu. Telja samtökin mikilvægt að fólk sem stríðir við fötlun og á þ.a.l. erfitt um vik eigi þess áfram kost að fá póstinn borinn út á heimili sitt

Öryrkjabandalagið er mótfallið áformuðum breytingum á lögum um póstþjónustu. Telja samtökin mikilvægt að fólk sem stríðir við fötlun og á þ.a.l. erfitt um vik eigi þess áfram kost að fá póstinn borinn út á heimili sitt.

Þetta eru viðbrögð samtakanna við áformuðum breytingum á lögum um póstþjónustu þar sem ráð er fyrir því gert að fólki verði almennt gert að ná í póstsendingar sínar í póstbox. Ætla megi að fatlaðir séu líklegri til að nýta sér póstþjónustu en ófatlaðir. Vilja samtökin að frumvarpið verði endurskoðað m.t.t. þarfa fatlaðra og fundin verði lausn á því hvernig póstþjónustan verður útfærð. » 3